Uppskriftir

Þessi hérna súpa var það fyrsta sem ég gerði í mínu hollustumatarræði. Fann hana inni á sniðugu síðunni um brjóstakrabbamein. Þar leynist fínasti uppskriftalinkur. Hendi honum inn á linkasíðuna, svo allt sé nú rétt flokkað 🙂

Linsu- og grænmetissúpa Ebbu Guðnýjar

1 msk lífræn kaldpressuð kókosolía

1 rauðlaukur

1 sléttfull msk paprikukrydd

2 lárviðarlauf

2 hvítlauksrif

2 1/2 dl rauðar linsubaunir, skolaðar undir köldu vatni í sigti

3 gulrætur

1 rauð paprika

1/2 sæt kartafla

2 kartöflur eða samsvarandi magn af rófum

1 lítri vatn

1 dós (um 400 g) af niðursoðnum tómötum

2-3 lífrænir og gerlausir grænmetisteningar, eftir smekk.

Laukur, hvítlaukur, krydd og lárviðarlauf látið mýkjast í olíunni í u.þ.b. 10 mínútur við lágan hita. Linsunum bætt út í og öllu grænmetinu. Látið mýkjast svolitla stund. Þá er vatni og tómötum bætt útí ásamt grænmetisteningunum. Suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og látið malla í um 20 mínútur.

Svo eru ekki hundrað í hættunni þó maður fari ekki nákvæmlega eftir uppskriftinni. Að nota bara það sem maður á virkar alveg jafn vel, og sparar manni peninga. Það breytir uppskriftinni ekki rosalega þó t.d lárviðarlaufunum sé sleppt. Það er samt skemmtilegt að gera hana nákvæmlega, ef maður er í stuði.

 

Gróft Glóbrauð

2 ½ dl gróft spelt
2 ½ dl fínt spelt
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl kókosmjöl
1 dl saxaðar hnetur
1 msk vínsteinslyftiduft
½ tsk salt
2 -3 msk hunang
2-2 ½ dl sjóðandi vatn
1 msk sítrónusafi

Hitið ofninn í 180°C, blandið þurrefnunum saman í skál + hunang, hellið vatni og sítrónusafa útí og hrærið þessu saman, skiptið í tvennt, setjið í 2 meðalstór smurð form eða 1 í stærra lagi. Bakið við 180°C í um 30 mín , takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mín

Þetta brauð er fáránlega gott. Ekki bregða samt og halda að brauðið sé ónýtt þegar þið takið það út úr ofninum og það hefur ekki lyft sér neitt. Þar sem það er ekkert ger og mjög lítið af lyftidufti þá verður það ekki svo stórt. Ég geri mér grein fyrir að þetta eru ekki hráefni sem eru endilega til hjá fólki, en ég get lofað því að það mun vera áhugi á að baka svona brauð aftur svo það er alveg jafn gott að eiga bara til hráefnið 🙂 Þetta brauð er inni á lífrænt.is síðunni.

 

Sólþurrkað tómatapestó

125 g sólþurrkaðir tómatar

1 stk hvítlauksrif, pressað

1 tsk balsamikedik

25 g ferskt basil

1 tsk agavesíróp eða 1-2 döðlur

1.5 dl lífræn ólífulía, eða önnur kaldpressuð olía

100 g möndlur, þurr ristaðar og gróft saxaðar

um 0.5-1 tsk salt

Setjið sólþurrkaða tómata, hvítlauk, balsamikedik, ferskt basil og agave/döðlur í matvinnsluvélina, hellið ólífuolíunni varlega út í og maukið, setjið í skál. Grófsaxið möndlurnar og bætið út í. Bragðið til með salti.

 

Basil og klettasalats pestó

25 g ferskt basil

25 g klettasalat

1 stk límóna, nota bara safann

1 stk stórt eða 2 minni hvítlauksrif, pressuð

2 dl lífræn ólífuolía

25 g ristaðar furuhnetur

35 g ristaðar kasjúhnetur

um 0.5-1 tsk salt

Byrjið á að setja hneturnar í matvinnsluvélina og létt saxa þær niður, setjið í skál. Setjið svo basil og klettasalat í matvinnsluvélina ásamt límónusafa og hvítlauk, hellið ólífuolíunni varlega út í og maukið, hellið í skálina með hnetunum og hrærið saman. Bragðið til með salti.

Ég er náttúrulega alveg að stelast til að birta uppskriftir beint úr bók (Hollusturéttir Hagkaupa). Svo ég ætla ekki að gera meira af því. Þetta á frekar bara að hvetja fólk til að kaupa þá bók. Varðandi bæði pestóin þá má alveg skipta út hnetutegundunum, en þau eru bæði svakalega góð svona. Og með basilikkuna, hún skemmist mjög hratt svo það er mikilvægt að gera pestóin fljótlega eftir að maður kaupir í þau.

Auglýsingar

§ 2 Responses to Uppskriftir

  • Inga K. skrifar:

    Sæl aftur frænka. Ég hef mikinn áhuga á hollu mataræði, en hef hins vegar aldrei fengið sveppasýkingu (mér vitanlega), þá væri áhugavert að heyra hver einkenni sveppasýkingar eru….hvaða áhrif það hefur á líðan þína o.s.frv….?!?…er það ekki næsti pistill ???

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: